Siðareglur

Síbreytilegur heimur hefur sífellt meiri áhrif á umhverfi og samfélag okkar, það er stefna iClean að sjálfbærni og samfélagleg ábyrgð sé höfð að leiðarljósi þegar kemur að daglegum rekstri, starfsfólki og viðskiptavinum. Sem ræstingaþjónusta gegnum við mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi þegar kemur að umhverfinu.

Skýr markmið iClean snúa af réttri efnanotkun, flokkun og að lágmarka umhverfisáhrif af stafsemi félagsins, starfsfólk er upplýst um hvernig eigi að umgangast umhverfið af ábyrgð og hver umhverfisstefna félagsins er.

Að auki er lögð áhersla að starfsfólk iClean vinni eftir siðarreglum til að tryggja eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og koma í veg fyrir spillingu og mútur. Hagsmunir allra eru ávallt hafðir að leiðarljósi.

Áherslur iClean

  • Að stjórnendur gera sér grein fyrir sinni ábyrgð gagnvart viðskiptavinum, birgjum, starfsfólki og samfélaginu.

  • Að sýna hvoru öðru virðingu í öllum samskiptum, koma fram við hvert annað að tillitssemi hvort sem um er að ræða rafræn eða önnur samskipti.

  • Að virða allt það starf sem unnið er.

  • Að vinna okkar verk að heiðaleika og stuðla að því að aðrir geri það sama.

  • Að gæta þess að vera málefnaleg og sanngjörn.

  • Að mismuna ekki hvert öðru, til dæmis vegna kyns, kynþáttar, kynhneigðar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða eða skoðana.

  • Að tryggja að starfsfólk vinni af fúsum og frjálsum vilja og án nauðungar.

  • Að vinna í anda jafnréttis þar sem einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi er fordæmt.

  • Að vera virkir þátttakendur í starfi og þróun iClean með því að miðla upplýsingum sem geta hjálpað til bóta.

  • Að starfsfólk þekki umhverfisáhrif starfsemi sinnar og leitist eftir því að draga úr þeim með markvissum hætti.

  • Að starfsmenn hafi ávallt í huga að þeir eru fulltrúar iClean í samskiptum við viðskiptavini.

  • iClean hefur umhverfissjónarmið og lýðheilsu ávallt að leiðarljósi í rekstri sínum og sýnir með því gott fordæmi í umgengni við náttúru og samfélag.

  • iClean virðir laun, vinnutíma, vinnuskilyrði og vinnulöggjöf. Greiðir starfsfólki sínu regluleg laun (að lágmarki mánaðarlega). Greidd skulu a.m.k. lágmarkslaun eins og gerð er krafa um í lögum, reglum og/eða kjarasamningum. iClean virðir lög og reglur um réttindi starfsfólks t.d. til hvíldar, lengd vinnutíma, orlofs, veikindaréttar og annarra launakjara.

  • iClean tryggir öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi í samræmi við félagslega og tæknilega þróun í samfélaginu. Gerir ráðstafanir til að minnka slysahættu og neikvæð áhrif á heilsu starfsfólks.