Gæða- og Umhverfisstefna

Við leggjum áherslu á umhverfis- og gæðamál í öllu okkar starfi. 

Markmið iClean ehf. í gæða og umhverfismálum eru mjög skýr, það að vera leiðandi fyrirtæki á sviði ræstingar þjónustu á Íslandi og uppfylla ávallt væntingar viðskiptavina okkar. Til að tryggja það markmið þá leggjum við mikla áherslu á að allir starfsmenn fyrirtæksins fái faglega verkþjálfun, góðar kennslu leiðbeiningar og að unnið sé eftir verkferlum hverju sinni, það auðveldar bæði viðskiptavinum og starfsfólki okkar að sinna starfi sínu af ánægju.

Við hjá iClean leggjum áherslu á að nota efni, rekstarvörur og umbúðir sem eru umhverfisvænar, starfsfólk er upplýst um hvernig eigi að umgangast umhverfið af ábyrgð og hver umhverfisstefna fyrirtækisins er.

iClean ehf. er aðili að Samtökum verslunar og þjónustu og Samtökum atvinnulífsins.

Fáðu tilboð í þjónustu