Um okkur
iClean ehf er alhliða hreingerningafyrirtæki með stór og skýr markmið, að veita þá allra bestu þjónustu sem völ er á þegar kemur að ýmiskonar þrifum og verða eitt af leiðandi fyrirtækjum á sviði ræstingarþjónustu á Íslandi.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan fyrirtækið var stofnað árið 2015 og erum við enn í örum vexti. Árið 2020 var flutt í glæsilegt húsnæði við Skútuvog 10d í Reykjavík. Þar er starfandi skrifstofa okkar ásamt hágæða þvottahúsi. Þessi vöxtur myndi ekki hafa gerst nema fyrir fjölda ánægðra viðskiptavina okkar og þeirra frábæru vinnu sem starfsfólk hefur
gert í gegnum árin.
Árið 2018 markaði tímamót, þá lauk iClean vottunarferli vegna Svansvottunnar. Við erum gríðarlega hreykin með þann árangur og erum stolt að geta boðið viðskiptavinum uppá Svansvottaða þjónustu.
Einnig var mikill heiður fyrir okkur að hljóta sjálfbærnimerki Landsbankans fyrir svansvottaðar vörur og Þjónustu árið 2022 og komast því í einvalalið fyrirtækja sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn eða félagleg verkefni.
Framtíðin er björt og upplifa viðskiptavinir okkar stöðugleika og fagmennsku við ræstingar og munum við halda áfram að uppfylla þær kröfur.