Mottuleiga

Við sjáum um mottuleigu fyrir fyrirtæki, stofnanir og húsfélög. Við leigjum út ýmsar stærðir af mottum og bjóðum uppá regluleg útskipti á þeim.

iClean sér um mottuleigu fyrir fyrirtæki, stofnanir og húsfélög. Við leigjum út ýmsar stærðir af mottum og bjóðum uppá regluleg útskipti á þeim. Hægt er að fá vikuleg skipti, á tveggja vikna fresti eða mánaðarlega. Yfir vetrarmánuði er mælt með að skipta út á viku til tveggja vikna fresti en yfir sumartíma er mánaðarlega yfirleitt nóg.

Motturnar sem við bjóðum uppá eru sérstaklega framleiddar og merktar iClean, motturnar eru þykkar og draga í sig mikið af óhreinindum. Botn er gerður úr alvöru gúmmí en ekki gerviefni svo þær haldast þétt að gólfinu og færast ekki til þegar gengið er yfir þær.

Hægt er að fá mottur í 5 stærðum.

80×120 cm

90×150 cm

120×180 cm

135×200 cm

115×315 cm

Nánar um motturnar okkar

Motta 80x120 cm

Lítil motta sem nýtist oft fyrir framan minni innganga, eins og bakhurðir s.s. starfsmanna innganga.

Motta 90x150 cm

Miðstærð af mottu sem oft er notuð fyrir framan lyftur í minni sameignum og við hjólageymslur

Motta 120x180 cm

Miðstærð af mottu sem aðalega er notuð við innganga þar sem 135x200cm mottan passar ekki, sérstaklega efnismikill motta sem passar við alla innganga, jafnt stóra og smáa.

Motta 135x200 cm

Lang vinsælasta mottan, þessar mottur eru gríðarlega efnismiklar og draga verulega úr óhreinindum sem berast inn. Þessar mottur eru á mörgum af fjölfarnari stöðum á höfuðborgarsvæðinu og hafa komið mjög vel út.

Motta 115x315 cm

Þessi motta er yfirleitt kölluð „Dregill". Hún er löng og grönn og passar þar sem inngangar eru langir. Frábær motta sem nýtist mjög vel í stærri fyrirtæki og sameignir.
Fáðu tilboð í þjónustu